Persónuverndarstefna
Í þeim tilfellum þar sem persónuupplýsingar eru skráðar t.d. vegna fyrirspurna, beiðna eða starfsumsókna, þar sem þú þarft að skrá nafn þitt, heimilisfang, tölvupóstfang eða aðrar persónutengdar upplýsingar, skuldbindur Greifinn sig til þess að varðveita framangreindar upplýsingar á öruggan og tryggan hátt og mun ekki miðla áfram upplýsingum sem skráðar hafa verið til þriðja aðila án samþykkis viðkomandi aðila eða í kjölfar dómsúrskurðar.
Við heimsókn á vefsíðu okkar eru skráðar ýmsar nauðsynlegar upplýsingar um aðgengi og notkun. Þessar upplýsingar kunna að innihalda IP-tölur notanda. Þessum upplýsingum er einungis safnað af öryggisástæðum og fyrir bilanagreiningu. Þessi síða notar einnig vafrakökur fyrir nauðsynlega virkni, söfnun tölfræðiupplýsinga og fyrir deilingu á samfélagsmiðla, sjá nánar í vafrakökustefnu
Vinnsla gagna fer fram svo lengi sem notandi lýsir ekki andstöðu sinni við meðferð upplýsinganna. Ef notandi óskar eftir að koma athugasemdum um meðhöndlun persónuupplýsinga á framfæri eða óskar eftir að persónuupplýsingum sínum verði eytt úr grunninum, skal athugasemdum komið til Greifans í tölvupósti á greifinn@greifinn.is.
Vinnsluaðilar sem vefsíðan notar og eru nauðsynlegir fyrir eðlilega virkni:
- Amazon AWS cloud hosting - vefhýsing (Privacy Shield vottað). Persónuverndarstefna
- Bugsnag - Villumeðhöndlun (Privacy Shield vottað). Persónuverndarstefna
- New Relic - eftirlit með álagi og umferð vefþjóna (Privacy Shield vottað). Persónuverndarstefna
Vinnsluaðilar sem vefsíðan notar fyrir tölfræðilegar upplýsingar og deilingu á samfélagsmiðlum:
- Google Analytics - Umferð og tölfræðiupplýsingar (Privacy Shield vottað). Persónuverndarstefna